Add parallel Print Page Options

Símon Pétur, þjónn og postuli Jesú Krists, heilsar þeim, sem hlotið hafa hina sömu dýrmætu trú og vér fyrir réttlæti Guðs vors og frelsara vors Jesú Krists.

Náð og friður margfaldist yður til handa með þekkingu á Guði og Jesú, Drottni vorum.

Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð.

Með því hefur hann veitt oss hin dýrmætu og háleitu fyrirheit, til þess að þér fyrir þau skylduð verða hluttakendur í guðlegu eðli, er þér hafið komist undan spillingunni í heiminum, sem girndin veldur.

Leggið þess vegna alla stund á að auðsýna í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu,

í þekkingunni sjálfsögun, í sjálfsöguninni þolgæði, í þolgæðinu guðrækni,

í guðrækninni bróðurelsku og í bróðurelskunni kærleika.

Því ef þér hafið þetta til að bera og farið vaxandi í því, munuð þér ekki verða iðjulausir né ávaxtalausir í þekkingunni á Drottni vorum Jesú Kristi.

En sá, sem ekki hefur þetta til að bera, er blindur í skammsýni sinni og hefur gleymt hreinsun fyrri synda sinna.

10 Kostið þess vegna því fremur kapps um, bræður, að gjöra köllun yðar og útvalning vissa. Ef þér gjörið þetta, munuð þér aldrei hrasa.

11 Á þann hátt mun yður ríkulega veitast inngangur í hið eilífa ríki Drottins vors og frelsara Jesú Krists.

12 Þess vegna ætla ég mér ávallt að minna yður á þetta, enda þótt þér vitið það og séuð staðfastir orðnir í þeim sannleika, sem þér nú hafið öðlast.

13 Ég álít mér líka skylt, á meðan ég er í þessari tjaldbúð, að halda yður vakandi með því að rifja þetta upp fyrir yður.

14 Ég veit, að þess mun skammt að bíða, að tjaldbúð minni verði svipt. Það hefur Drottinn vor Jesús Kristur birt mér.

15 Og ég vil einnig leggja kapp á, að þér ætíð eftir burtför mína getið minnst þessa.

16 Ekki fylgdum vér uppspunnum skröksögum, er vér kunngjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krists, heldur vorum vér sjónarvottar að hátign hans.

17 Því að hann meðtók af Guði föður heiður og dýrð, þá er raust barst honum frá hinni dýrlegu hátign: "Þessi er minn elskaði sonur, sem ég hef velþóknun á."

18 Þessa raust heyrðum vér sjálfir, koma frá himni, þá er vér vorum með honum á fjallinu helga.

19 Enn þá áreiðanlegra er oss því nú hið spámannlega orð. Og það er rétt af yður að gefa gaum að því eins og ljósi, sem skín á myrkum stað, þangað til dagur ljómar og morgunstjarna rennur upp í hjörtum yðar.

20 Vitið það umfram allt, að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér.

21 Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.

Simon Peter, a servant(A) and apostle of Jesus Christ,(B)

To those who through the righteousness(C) of our God and Savior Jesus Christ(D) have received a faith as precious as ours:

Grace and peace be yours in abundance(E) through the knowledge of God and of Jesus our Lord.(F)

Confirming One’s Calling and Election

His divine power(G) has given us everything we need for a godly life through our knowledge of him(H) who called us(I) by his own glory and goodness. Through these he has given us his very great and precious promises,(J) so that through them you may participate in the divine nature,(K) having escaped the corruption in the world caused by evil desires.(L)

For this very reason, make every effort to add to your faith goodness; and to goodness, knowledge;(M) and to knowledge, self-control;(N) and to self-control, perseverance;(O) and to perseverance, godliness;(P) and to godliness, mutual affection; and to mutual affection, love.(Q) For if you possess these qualities in increasing measure, they will keep you from being ineffective and unproductive(R) in your knowledge of our Lord Jesus Christ.(S) But whoever does not have them is nearsighted and blind,(T) forgetting that they have been cleansed from their past sins.(U)

10 Therefore, my brothers and sisters,[a] make every effort to confirm your calling(V) and election. For if you do these things, you will never stumble,(W) 11 and you will receive a rich welcome into the eternal kingdom(X) of our Lord and Savior Jesus Christ.(Y)

Prophecy of Scripture

12 So I will always remind you of these things,(Z) even though you know them and are firmly established in the truth(AA) you now have. 13 I think it is right to refresh your memory(AB) as long as I live in the tent of this body,(AC) 14 because I know that I will soon put it aside,(AD) as our Lord Jesus Christ has made clear to me.(AE) 15 And I will make every effort to see that after my departure(AF) you will always be able to remember these things.

16 For we did not follow cleverly devised stories when we told you about the coming of our Lord Jesus Christ in power,(AG) but we were eyewitnesses of his majesty.(AH) 17 He received honor and glory from God the Father when the voice came to him from the Majestic Glory, saying, “This is my Son, whom I love; with him I am well pleased.”[b](AI) 18 We ourselves heard this voice that came from heaven when we were with him on the sacred mountain.(AJ)

19 We also have the prophetic message as something completely reliable,(AK) and you will do well to pay attention to it, as to a light(AL) shining in a dark place, until the day dawns(AM) and the morning star(AN) rises in your hearts.(AO) 20 Above all, you must understand(AP) that no prophecy of Scripture came about by the prophet’s own interpretation of things. 21 For prophecy never had its origin in the human will, but prophets, though human, spoke from God(AQ) as they were carried along by the Holy Spirit.(AR)

Footnotes

  1. 2 Peter 1:10 The Greek word for brothers and sisters (adelphoi) refers here to believers, both men and women, as part of God’s family.
  2. 2 Peter 1:17 Matt. 17:5; Mark 9:7; Luke 9:35