Add parallel Print Page Options

77 Til söngstjórans. Fyrir Jedútún. Asafs-sálmur.

Ég kalla til Guðs og hrópa, kalla til Guðs, að hann megi heyra til mín.

Þegar ég er í nauðum, leita ég Drottins, rétti út hendur mínar um nætur og þreytist ekki, sál mín er óhuggandi.

Ég minnist Guðs og kveina, ég styn, og andi minn örmagnast. [Sela]

Þú heldur uppi augnalokum mínum, mér er órótt og ég má eigi mæla.

Ég íhuga fyrri daga, ár þau sem löngu eru liðin,

ég minnist strengjaleiks míns um nætur, ég hugleiði í hjarta mínu, og andi minn rannsakar.

Mun Drottinn þá útskúfa um eilífð og aldrei framar vera náðugur?

Er miskunn hans lokið um eilífð, fyrirheit hans þrotin um aldir alda?

10 Hefir Guð gleymt að sýna líkn, byrgt miskunn sína með reiði? [Sela]

11 Þá sagði ég: "Þetta er kvöl mín, að hægri hönd Hins hæsta hefir brugðist."

12 Ég víðfrægi stórvirki Drottins, ég vil minnast furðuverka þinna frá fyrri tíðum,

13 ég íhuga allar athafnir þínar, athuga stórvirki þín.

14 Guð, helgur er vegur þinn, hver er svo mikill Guð sem Drottinn?

15 Þú ert Guð, sá er furðuverk gjörir, þú hefir kunngjört mátt þinn meðal þjóðanna.

16 Með máttugum armlegg frelsaðir þú lýð þinn, sonu Jakobs og Jósefs. [Sela]

17 Vötnin sáu þig, ó Guð, vötnin sáu þig og skelfdust, og undirdjúpin skulfu.

18 Vatnið streymdi úr skýjunum, þrumuraust drundi úr skýþykkninu, og örvar þínar flugu.

19 Reiðarþrumur þínar kváðu við, leiftur lýstu um jarðríki, jörðin skalf og nötraði.

20 Leið þín lá gegnum hafið, stígar þínir gegnum mikil vötn, og spor þín urðu eigi rakin.

21 Þú leiddir lýð þinn eins og hjörð fyrir Móse og Aron.

Psalm 77[a]

For the director of music. For Jeduthun. Of Asaph. A psalm.

I cried out to God(A) for help;
    I cried out to God to hear me.
When I was in distress,(B) I sought the Lord;
    at night(C) I stretched out untiring hands,(D)
    and I would not be comforted.(E)

I remembered(F) you, God, and I groaned;(G)
    I meditated, and my spirit grew faint.[b](H)
You kept my eyes from closing;
    I was too troubled to speak.(I)
I thought about the former days,(J)
    the years of long ago;
I remembered my songs in the night.
    My heart meditated and my spirit asked:

“Will the Lord reject forever?(K)
    Will he never show his favor(L) again?
Has his unfailing love(M) vanished forever?
    Has his promise(N) failed for all time?
Has God forgotten to be merciful?(O)
    Has he in anger withheld his compassion?(P)

10 Then I thought, “To this I will appeal:
    the years when the Most High stretched out his right hand.(Q)
11 I will remember the deeds of the Lord;
    yes, I will remember your miracles(R) of long ago.
12 I will consider(S) all your works
    and meditate on all your mighty deeds.”(T)

13 Your ways, God, are holy.
    What god is as great as our God?(U)
14 You are the God who performs miracles;(V)
    you display your power among the peoples.
15 With your mighty arm you redeemed your people,(W)
    the descendants of Jacob and Joseph.

16 The waters(X) saw you, God,
    the waters saw you and writhed;(Y)
    the very depths were convulsed.
17 The clouds poured down water,(Z)
    the heavens resounded with thunder;(AA)
    your arrows(AB) flashed back and forth.
18 Your thunder was heard in the whirlwind,(AC)
    your lightning(AD) lit up the world;
    the earth trembled and quaked.(AE)
19 Your path(AF) led through the sea,(AG)
    your way through the mighty waters,
    though your footprints were not seen.

20 You led your people(AH) like a flock(AI)
    by the hand of Moses and Aaron.(AJ)

Footnotes

  1. Psalm 77:1 In Hebrew texts 77:1-20 is numbered 77:2-21.
  2. Psalm 77:3 The Hebrew has Selah (a word of uncertain meaning) here and at the end of verses 9 and 15.