Add parallel Print Page Options

56 Til söngstjórans. Lag: Dúfan í fjarlægum eikilundi. Miktam eftir Davíð, þá er Filistar gripu hann í Gat.

Ver mér náðugur, Guð, því að menn kremja mig, liðlangan daginn kreppa bardagamenn að mér.

Fjandmenn mínir kremja mig liðlangan daginn, því að margir eru þeir, sem berjast gegn mér.

Þegar ég er hræddur, treysti ég þér.

Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans, Guði treysti ég, ég óttast eigi. Hvað getur hold gjört mér?

Þeir spilla málefnum mínum án afláts, allt það er þeir hafa hugsað í gegn mér, er til ills.

Þeir áreita mig, þeir sitja um mig, þeir gefa gætur að ferðum mínum, eins og þeir væntu eftir að ná lífi mínu.

Sakir ranglætis þeirra verður þeim engrar undankomu auðið, steyp þjóðunum í reiði þinni, ó Guð.

Þú hefir talið hrakninga mína, tárum mínum er safnað í sjóð þinn, já, rituð í bók þína.

10 Fyrir því skulu óvinir mínir hörfa undan, er ég hrópa, það veit ég, að Guð liðsinnir mér.

11 Með Guðs hjálp mun ég lofa orð hans, með hjálp Drottins mun ég lofa orð hans.

12 Guði treysti ég, ég óttast eigi, hvað geta menn gjört mér?

13 Á mér hvíla, ó Guð, heit við þig, ég vil gjalda þér þakkarfórnir,

14 af því þú hefir frelsað sál mína frá dauða og fætur mína frá hrösun, svo að ég megi ganga frammi fyrir Guði í ljósi lífsins.

Psalm 56[a]

For the director of music. To the tune of “A Dove on Distant Oaks.” Of David. A miktam.[b] When the Philistines had seized him in Gath.

Be merciful to me,(A) my God,
    for my enemies are in hot pursuit;(B)
    all day long they press their attack.(C)
My adversaries pursue me all day long;(D)
    in their pride many are attacking me.(E)

When I am afraid,(F) I put my trust in you.(G)
    In God, whose word I praise—(H)
in God I trust and am not afraid.(I)
    What can mere mortals do to me?(J)

All day long they twist my words;(K)
    all their schemes are for my ruin.
They conspire,(L) they lurk,
    they watch my steps,(M)
    hoping to take my life.(N)
Because of their wickedness do not[c] let them escape;(O)
    in your anger, God, bring the nations down.(P)

Record my misery;
    list my tears on your scroll[d](Q)
    are they not in your record?(R)
Then my enemies will turn back(S)
    when I call for help.(T)
    By this I will know that God is for me.(U)

10 In God, whose word I praise,
    in the Lord, whose word I praise—
11 in God I trust and am not afraid.
    What can man do to me?

12 I am under vows(V) to you, my God;
    I will present my thank offerings to you.
13 For you have delivered me from death(W)
    and my feet from stumbling,
that I may walk before God
    in the light of life.(X)

Footnotes

  1. Psalm 56:1 In Hebrew texts 56:1-13 is numbered 56:2-14.
  2. Psalm 56:1 Title: Probably a literary or musical term
  3. Psalm 56:7 Probable reading of the original Hebrew text; Masoretic Text does not have do not.
  4. Psalm 56:8 Or misery; / put my tears in your wineskin