Add parallel Print Page Options

31 Til söngstjórans. Davíðssálmur.

Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar. Bjarga mér eftir réttlæti þínu,

hneig eyru þín til mín, frelsa mig í skyndi, ver mér verndarbjarg, vígi mér til hjálpar.

Því að þú ert bjarg mitt og vígi, og sakir nafns þíns munt þú leiða mig og stjórna mér.

Þú munt draga mig úr neti því, er þeir lögðu leynt fyrir mig, því að þú ert vörn mín.

Í þínar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð!

Ég hata þá, er dýrka fánýt falsgoð, en Drottni treysti ég.

Ég vil gleðjast og fagna yfir miskunn þinni, því að þú hefir litið á eymd mína, gefið gætur að sálarneyð minni

og eigi ofurselt mig óvinunum, en sett fót minn á víðlendi.

10 Líkna mér, Drottinn, því að ég er í nauðum staddur, döpruð af harmi eru augu mín, sál mín og líkami.

11 Ár mín líða í harmi og líf mitt í andvörpum, mér förlast kraftur sakir sektar minnar, og bein mín tærast.

12 Ég er að spotti öllum óvinum mínum, til háðungar nábúum mínum og skelfing kunningjum mínum: þeir sem sjá mig á strætum úti flýja mig.

13 Sem dáinn maður er ég gleymdur hjörtum þeirra, ég er sem ónýtt ker.

14 Ég heyri illyrði margra, _ skelfing er allt um kring _ þeir bera ráð sín saman móti mér, hyggja á að svipta mig lífi.

15 En ég treysti þér, Drottinn, ég segi: "Þú ert Guð minn!"

16 Í þinni hendi eru stundir mínar, frelsa mig af hendi óvina minna og ofsækjenda.

17 Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn, hjálpa mér sakir elsku þinnar.

18 Ó Drottinn, lát mig eigi verða til skammar, því að ég ákalla þig. Lát hina guðlausu verða til skammar, hverfa hljóða til Heljar.

19 Lát lygavarirnar þagna, þær er mæla drambyrði gegn réttlátum með hroka og fyrirlitningu.

20 Hversu mikil er gæska þín, er þú hefir geymt þeim er óttast þig, og auðsýnir þeim er leita hælis hjá þér frammi fyrir mönnunum.

21 Þú hylur þá í skjóli auglitis þíns fyrir svikráðum manna, felur þá í leyni fyrir deilum tungnanna.

22 Lofaður sé Drottinn, því að hann hefir sýnt mér dásamlega náð í öruggri borg.

23 Ég hugsaði í angist minni: "Ég er burtrekinn frá augum þínum." En samt heyrðir þú grátraust mína, er ég hrópaði til þín.

24 Elskið Drottin, allir þér hans trúuðu, Drottinn verndar trúfasta, en geldur í fullum mæli þeim er ofmetnaðarverk vinna.

25 Verið öruggir og hughraustir, allir þér er vonið á Drottin.

Psalm 31[a](A)

For the director of music. A psalm of David.

In you, Lord, I have taken refuge;(B)
    let me never be put to shame;
    deliver me in your righteousness.(C)
Turn your ear to me,(D)
    come quickly to my rescue;(E)
be my rock of refuge,(F)
    a strong fortress to save me.
Since you are my rock and my fortress,(G)
    for the sake of your name(H) lead and guide me.
Keep me free from the trap(I) that is set for me,
    for you are my refuge.(J)
Into your hands I commit my spirit;(K)
    deliver me, Lord, my faithful God.(L)

I hate those who cling to worthless idols;(M)
    as for me, I trust in the Lord.(N)
I will be glad and rejoice in your love,
    for you saw my affliction(O)
    and knew the anguish(P) of my soul.
You have not given me into the hands(Q) of the enemy
    but have set my feet in a spacious place.(R)

Be merciful to me, Lord, for I am in distress;(S)
    my eyes grow weak with sorrow,(T)
    my soul and body(U) with grief.
10 My life is consumed by anguish(V)
    and my years by groaning;(W)
my strength fails(X) because of my affliction,[b](Y)
    and my bones grow weak.(Z)
11 Because of all my enemies,(AA)
    I am the utter contempt(AB) of my neighbors(AC)
and an object of dread to my closest friends—
    those who see me on the street flee from me.
12 I am forgotten as though I were dead;(AD)
    I have become like broken pottery.
13 For I hear many whispering,(AE)
    “Terror on every side!”(AF)
They conspire against me(AG)
    and plot to take my life.(AH)

14 But I trust(AI) in you, Lord;
    I say, “You are my God.”
15 My times(AJ) are in your hands;
    deliver me from the hands of my enemies,
    from those who pursue me.
16 Let your face shine(AK) on your servant;
    save me in your unfailing love.(AL)
17 Let me not be put to shame,(AM) Lord,
    for I have cried out to you;
but let the wicked be put to shame
    and be silent(AN) in the realm of the dead.
18 Let their lying lips(AO) be silenced,
    for with pride and contempt
    they speak arrogantly(AP) against the righteous.

19 How abundant are the good things(AQ)
    that you have stored up for those who fear you,
that you bestow in the sight of all,(AR)
    on those who take refuge(AS) in you.
20 In the shelter(AT) of your presence you hide(AU) them
    from all human intrigues;(AV)
you keep them safe in your dwelling
    from accusing tongues.

21 Praise be to the Lord,(AW)
    for he showed me the wonders of his love(AX)
    when I was in a city under siege.(AY)
22 In my alarm(AZ) I said,
    “I am cut off(BA) from your sight!”
Yet you heard my cry(BB) for mercy
    when I called to you for help.

23 Love the Lord, all his faithful people!(BC)
    The Lord preserves those who are true to him,(BD)
    but the proud he pays back(BE) in full.
24 Be strong and take heart,(BF)
    all you who hope in the Lord.

Footnotes

  1. Psalm 31:1 In Hebrew texts 31:1-24 is numbered 31:2-25.
  2. Psalm 31:10 Or guilt