Add parallel Print Page Options

18 Eftir þetta fór Páll frá Aþenu og kom til Korintu.

Þar hitti hann Gyðing nokkurn, Akvílas að nafni, ættaðan frá Pontus, nýkominn frá Ítalíu, og Priskillu konu hans, en Kládíus hafði skipað svo fyrir, að allir Gyðingar skyldu fara burt úr Róm. Páll fór til þeirra,

og af því hann stundaði sömu iðn, settist hann að hjá þeim og vann með þeim. Þeir voru tjaldgjörðarmenn að iðn.

Hann ræddi við menn í samkunduhúsinu hvern hvíldardag og reyndi að sannfæra bæði Gyðinga og Grikki.

Þegar þeir Sílas og Tímóteus komu norðan frá Makedóníu, gaf Páll sig allan að boðun orðsins og vitnaði fyrir Gyðingum, að Jesús væri Kristur.

En er þeir stóðu í gegn og lastmæltu, hristi hann dustið af klæðum sínum og sagði við þá: "Blóð yðar komi yfir höfuð yðar. Ekki er mér um að kenna. Upp frá þessu fer ég til heiðingjanna."

Og hann fór þaðan og kom í hús manns nokkurs, er hét Títus Jústus og dýrkaði Guð. Hús hans var hjá samkunduhúsinu.

Krispus samkundustjóri tók trú á Drottin og allt heimili hans, og margir Korintumenn, sem á hlýddu, tóku trú og létu skírast.

En Drottinn sagði við Pál um nótt í sýn: "Óttast þú eigi, heldur tala þú og þagna ekki,

10 ég er með þér. Enginn skal ráðast að þér og vinna þér mein, því að ég á margt fólk í þessari borg."

11 Hann var þar um kyrrt þrjú misseri og kenndi þeim orð Guðs.

12 En þegar Gallíón var landstjóri í Akkeu, bundust Gyðingar samtökum gegn Páli, drógu hann fyrir dómstólinn

13 og sögðu: "Maður þessi tælir menn til að dýrka Guð gagnstætt lögmálinu."

14 Páll bjóst til að svara, og þá sagði Gallíón við Gyðingana: "Væri hér um einhver lögbrot eða illvirki að ræða, bæri mér að sinna yður, Gyðingar.

15 En fyrst það eru þrætur um orð og nöfn og lögmál yðar, þá ráðið sjálfir fram úr því. Dómari í þeim sökum vil ég ekki vera."

16 Og hann rak þá burt frá dómstólnum.

17 Þá tóku þeir allir Sósþenes samkundustjóra og fóru að berja hann fyrir framan dómstólinn, og lét Gallíón sig það engu skipta.

18 Páll var þar enn um kyrrt allmarga daga, kvaddi síðan bræðurna og sigldi til Sýrlands og með honum Priskilla og Akvílas. Lét hann áður skera hár sitt í Kenkreu, því að heit hafði hvílt á honum.

19 Þeir komu til Efesus. Þar skildi hann við þá, en gekk sjálfur inn í samkunduhúsið og ræddi við Gyðinga.

20 Þeir báðu hann að standa lengur við, en hann varð ekki við því,

21 heldur kvaddi þá og sagði: "Ég skal koma aftur til yðar, ef Guð lofar." Síðan lét hann í haf frá Efesus,

22 lenti í Sesareu, fór upp eftir til Jerúsalem og heilsaði söfnuðinum. Síðan hélt hann norður til Antíokkíu.

23 Þegar hann hafði dvalist þar um hríð, hélt hann af stað og fór eins og leið liggur um Galataland og Frýgíu og styrkti alla lærisveinana.

24 En Gyðingur nokkur, Apollós að nafni, ættaður frá Alexandríu, kom til Efesus. Hann var maður vel máli farinn og fær í ritningunum.

25 Hann hafði verið fræddur um veg Drottins, og brennandi í andanum talaði hann og kenndi kostgæfilega um Jesú. Þó þekkti hann aðeins skírn Jóhannesar.

26 Þessi maður tók nú að tala djarflega í samkunduhúsinu. Priskilla og Akvílas heyrðu til hans, tóku hann að sér og skýrðu nánar fyrir honum Guðs veg.

27 Hann fýsti að fara yfir til Akkeu. Bræðurnir hvöttu hann til þess og rituðu lærisveinunum þar að taka honum vel. Hann kom þangað og varð til mikillar hjálpar þeim, sem fyrir Guðs náð höfðu tekið trú,

28 því hann hrakti skarplega rök Gyðinga í allra áheyrn og sannaði af ritningunum, að Jesús væri Kristur.

In Corinth

18 After this, Paul left Athens(A) and went to Corinth.(B) There he met a Jew named Aquila, a native of Pontus, who had recently come from Italy with his wife Priscilla,(C) because Claudius(D) had ordered all Jews to leave Rome. Paul went to see them, and because he was a tentmaker as they were, he stayed and worked with them.(E) Every Sabbath(F) he reasoned in the synagogue,(G) trying to persuade Jews and Greeks.

When Silas(H) and Timothy(I) came from Macedonia,(J) Paul devoted himself exclusively to preaching, testifying to the Jews that Jesus was the Messiah.(K) But when they opposed Paul and became abusive,(L) he shook out his clothes in protest(M) and said to them, “Your blood be on your own heads!(N) I am innocent of it.(O) From now on I will go to the Gentiles.”(P)

Then Paul left the synagogue and went next door to the house of Titius Justus, a worshiper of God.(Q) Crispus,(R) the synagogue leader,(S) and his entire household(T) believed in the Lord; and many of the Corinthians who heard Paul believed and were baptized.

One night the Lord spoke to Paul in a vision:(U) “Do not be afraid;(V) keep on speaking, do not be silent. 10 For I am with you,(W) and no one is going to attack and harm you, because I have many people in this city.” 11 So Paul stayed in Corinth for a year and a half, teaching them the word of God.(X)

12 While Gallio was proconsul(Y) of Achaia,(Z) the Jews of Corinth made a united attack on Paul and brought him to the place of judgment. 13 “This man,” they charged, “is persuading the people to worship God in ways contrary to the law.”

14 Just as Paul was about to speak, Gallio said to them, “If you Jews were making a complaint about some misdemeanor or serious crime, it would be reasonable for me to listen to you. 15 But since it involves questions about words and names and your own law(AA)—settle the matter yourselves. I will not be a judge of such things.” 16 So he drove them off. 17 Then the crowd there turned on Sosthenes(AB) the synagogue leader(AC) and beat him in front of the proconsul; and Gallio showed no concern whatever.

Priscilla, Aquila and Apollos

18 Paul stayed on in Corinth for some time. Then he left the brothers and sisters(AD) and sailed for Syria,(AE) accompanied by Priscilla and Aquila.(AF) Before he sailed, he had his hair cut off at Cenchreae(AG) because of a vow he had taken.(AH) 19 They arrived at Ephesus,(AI) where Paul left Priscilla and Aquila. He himself went into the synagogue and reasoned with the Jews. 20 When they asked him to spend more time with them, he declined. 21 But as he left, he promised, “I will come back if it is God’s will.”(AJ) Then he set sail from Ephesus. 22 When he landed at Caesarea,(AK) he went up to Jerusalem and greeted the church and then went down to Antioch.(AL)

23 After spending some time in Antioch, Paul set out from there and traveled from place to place throughout the region of Galatia(AM) and Phrygia,(AN) strengthening all the disciples.(AO)

24 Meanwhile a Jew named Apollos,(AP) a native of Alexandria, came to Ephesus.(AQ) He was a learned man, with a thorough knowledge of the Scriptures. 25 He had been instructed in the way of the Lord, and he spoke with great fervor[a](AR) and taught about Jesus accurately, though he knew only the baptism of John.(AS) 26 He began to speak boldly in the synagogue. When Priscilla and Aquila(AT) heard him, they invited him to their home and explained to him the way of God more adequately.

27 When Apollos wanted to go to Achaia,(AU) the brothers and sisters(AV) encouraged him and wrote to the disciples there to welcome him. When he arrived, he was a great help to those who by grace had believed. 28 For he vigorously refuted his Jewish opponents in public debate, proving from the Scriptures(AW) that Jesus was the Messiah.(AX)

Footnotes

  1. Acts 18:25 Or with fervor in the Spirit