Add parallel Print Page Options

Orðskviðir Salómons Davíðssonar, Ísraels konungs,

til þess að menn kynnist visku og aga, læri að skilja skynsamleg orð,

til þess að menn fái viturlegan aga, réttlæti, réttvísi og ráðvendni,

til þess að þeir veiti hinum óreyndu hyggindi, unglingum þekking og aðgætni, _

hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni nemur hollar lífsreglur _

til þess að menn skilji orðskviði og líkingamál, orð spekinganna og gátur þeirra.

Ótti Drottins er upphaf þekkingar, visku og aga fyrirlíta afglapar einir.

Hlýð þú, son minn, á áminning föður þíns og hafna eigi viðvörun móður þinnar,

því að þær eru yndislegur sveigur á höfði þér og men um háls þinn.

10 Son minn, þegar skálkar ginna þig, þá gegn þeim eigi.

11 Þegar þeir segja: "Kom með oss! Leggjumst í launsátur til manndrápa, sitjum án saka um saklausan mann,

12 gleypum þá lifandi eins og Hel _ með húð og hári, eins og þá sem farnir eru til dánarheima.

13 Alls konar dýra muni munum vér eignast, fylla hús vor rændum fjármunum.

14 Þú skalt taka jafnan hlut með oss, einn sjóð skulum vér allir hafa" _

15 son minn, þá haf ekki samleið við þá, halt fæti þínum frá stigum þeirra.

16 Því að fætur þeirra eru skjótir til ills og fljótir til að úthella blóði.

17 Því að til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla,

18 og slíkir menn sitja um sitt eigið líf, liggja í launsátri fyrir sjálfum sér.

19 Þannig fer öllum þeim, sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að fjörlesti.

20 Spekin kallar hátt á strætunum, lætur rödd sína gjalla á torgunum.

21 Hún hrópar á glaummiklum gatnamótum, við borgarhliðin heldur hún tölur sínar:

22 Hversu lengi ætlið þér, fávísir, að elska fávísi og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjarnir að hata þekkingu?

23 Snúist til umvöndunar minnar, sjá, ég læt anda minn streyma yfir yður, kunngjöri yður orð mín.

24 En af því að þér færðust undan, þá er ég kallaði, og enginn gaf því gaum, þótt ég rétti út höndina,

25 heldur létuð öll mín ráð sem vind um eyrun þjóta og skeyttuð eigi umvöndun minni,

26 þá mun ég hlæja í ógæfu yðar, draga dár að, þegar skelfingin dynur yfir yður,

27 þegar skelfingin dynur yfir yður eins og þrumuveður og ógæfa yðar nálgast eins og fellibylur, þegar neyð og angist dynja yfir yður.

28 Þá munu þeir kalla á mig, en ég mun ekki svara, þeir munu leita mín, en ekki finna mig.

29 Vegna þess að þeir hötuðu þekking og aðhylltust ekki ótta Drottins,

30 skeyttu ekki ráðum mínum og smáðu alla umvöndun mína,

31 þá skulu þeir fá að neyta ávaxtar breytni sinnar og mettast af sínum eigin vélræðum.

32 Því að fráhvarf fávísra drepur þá, og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim.

33 En sá sem á mig hlýðir, mun búa óhultur, mun vera öruggur og engri óhamingju kvíða.

Purpose and Theme

The proverbs(A) of Solomon(B) son of David, king of Israel:(C)

for gaining wisdom and instruction;
    for understanding words of insight;
for receiving instruction in prudent behavior,
    doing what is right and just and fair;
for giving prudence to those who are simple,[a](D)
    knowledge and discretion(E) to the young—
let the wise listen and add to their learning,(F)
    and let the discerning get guidance—
for understanding proverbs and parables,(G)
    the sayings and riddles(H) of the wise.[b](I)

The fear of the Lord(J) is the beginning of knowledge,
    but fools[c] despise wisdom(K) and instruction.(L)

Prologue: Exhortations to Embrace Wisdom

Warning Against the Invitation of Sinful Men

Listen, my son,(M) to your father’s(N) instruction
    and do not forsake your mother’s teaching.(O)
They are a garland to grace your head
    and a chain to adorn your neck.(P)

10 My son, if sinful men entice(Q) you,
    do not give in(R) to them.(S)
11 If they say, “Come along with us;
    let’s lie in wait(T) for innocent blood,
    let’s ambush some harmless soul;
12 let’s swallow(U) them alive, like the grave,
    and whole, like those who go down to the pit;(V)
13 we will get all sorts of valuable things
    and fill our houses with plunder;
14 cast lots with us;
    we will all share the loot(W)”—
15 my son, do not go along with them,
    do not set foot(X) on their paths;(Y)
16 for their feet rush into evil,(Z)
    they are swift to shed blood.(AA)
17 How useless to spread a net
    where every bird can see it!
18 These men lie in wait(AB) for their own blood;
    they ambush only themselves!(AC)
19 Such are the paths of all who go after ill-gotten gain;
    it takes away the life of those who get it.(AD)

Wisdom’s Rebuke

20 Out in the open wisdom calls aloud,(AE)
    she raises her voice in the public square;
21 on top of the wall[d] she cries out,
    at the city gate she makes her speech:

22 “How long will you who are simple(AF) love your simple ways?
    How long will mockers delight in mockery
    and fools hate(AG) knowledge?
23 Repent at my rebuke!
    Then I will pour out my thoughts to you,
    I will make known to you my teachings.
24 But since you refuse(AH) to listen when I call(AI)
    and no one pays attention(AJ) when I stretch out my hand,
25 since you disregard all my advice
    and do not accept my rebuke,
26 I in turn will laugh(AK) when disaster(AL) strikes you;
    I will mock(AM) when calamity overtakes you(AN)
27 when calamity overtakes you like a storm,
    when disaster(AO) sweeps over you like a whirlwind,
    when distress and trouble overwhelm you.

28 “Then they will call to me but I will not answer;(AP)
    they will look for me but will not find me,(AQ)
29 since they hated knowledge
    and did not choose to fear the Lord.(AR)
30 Since they would not accept my advice
    and spurned my rebuke,(AS)
31 they will eat the fruit of their ways
    and be filled with the fruit of their schemes.(AT)
32 For the waywardness of the simple will kill them,
    and the complacency of fools will destroy them;(AU)
33 but whoever listens to me will live in safety(AV)
    and be at ease, without fear of harm.”(AW)

Footnotes

  1. Proverbs 1:4 The Hebrew word rendered simple in Proverbs denotes a person who is gullible, without moral direction and inclined to evil.
  2. Proverbs 1:6 Or understanding a proverb, namely, a parable, / and the sayings of the wise, their riddles
  3. Proverbs 1:7 The Hebrew words rendered fool in Proverbs, and often elsewhere in the Old Testament, denote a person who is morally deficient.
  4. Proverbs 1:21 Septuagint; Hebrew / at noisy street corners