Add parallel Print Page Options

34 Gangið nær, þér þjóðir, að þér megið heyra! Hlýðið til, þér lýðir! Heyri það jörðin og allt, sem á henni er, jarðarkringlan og allt, sem á henni vex!

Drottinn er reiður öllum þjóðunum og gramur öllum þeirra her. Hann hefir vígt þær dauðanum og ofurselt þær til slátrunar.

Vegnum mönnum þeirra er burt kastað, og hrævadaunn stígur upp af líkum þeirra, og fjöllin renna sundur af blóði þeirra.

Allur himinsins her hjaðnar, og himinninn vefst saman eins og bókfell. Allur hans her hrynur niður, eins og laufið fellur af vínviði og visin blöð af fíkjutré.

Sverð mitt hefir drukkið sig drukkið á himnum, nú lýstur því niður til dóms yfir Edóm, þá þjóð, sem ég hefi vígt dauðanum.

Sverð Drottins er alblóðugt, löðrandi af feiti, af blóði lamba og kjarnhafra, af nýrnamör úr hrútum, því að Drottinn heldur fórnarveislu í Bosra og slátrun mikla í Edómlandi.

Villinautin hníga með þeim, og ungneytin með uxunum. Land þeirra flýtur í blóði, og jarðvegurinn er löðrandi af feiti.

Því að nú er hefndardagur Drottins, endurgjaldsárið, til að reka réttar Síonar.

Lækirnir skulu verða að biki og jarðvegurinn að brennisteini, landið skal verða að brennandi biki.

10 Það skal eigi slokkna nætur né daga, reykurinn af því skal upp stíga um aldur og ævi. Það skal liggja í eyði frá einni kynslóð til annarrar, enginn maður skal þar um fara að eilífu.

11 Pelíkanar og stjörnuhegrar skulu fá það til eignar, náttuglur og hrafnar búa þar. Hann mun draga yfir það mælivað auðnarinnar og mælilóð aleyðingarinnar.

12 Tignarmenn landsins kveðja þar eigi til konungskosningar, og allir höfðingjarnir verða að engu.

13 Í höllunum munu þyrnar upp vaxa og klungrar og þistlar í víggirtum borgunum. Það mun verða sjakalabæli og strútsfuglagerði.

14 Urðarkettir og sjakalar skulu koma þar saman og skógartröll mæla sér þar mót. Næturgrýlan ein skal hvílast þar og finna sér þar hæli.

15 Stökkormurinn skal búa sér þar hreiður og klekja þar út, verpa þar eggjum og unga þeim út í skugganum. Gleður einar skulu flykkjast þar hver til annarrar.

16 Leitið í bók Drottins og lesið: Ekkert af þessum dýrum vantar, ekkert þeirra saknar annars. Því að munnur Drottins hefir svo um boðið, og það er andi hans, sem hefir stefnt þeim saman.

17 Hann hefir sjálfur kastað hlutum fyrir þau, og hönd hans hefir skipt landinu milli þeirra með mælivað. Þau munu eiga það um aldur og ævi og búa þar frá einni kynslóð til annarrar.

Judgment Against the Nations

34 Come near, you nations, and listen;(A)
    pay attention, you peoples!(B)
Let the earth(C) hear, and all that is in it,
    the world, and all that comes out of it!(D)
The Lord is angry with all nations;
    his wrath(E) is on all their armies.
He will totally destroy[a](F) them,
    he will give them over to slaughter.(G)
Their slain(H) will be thrown out,
    their dead bodies(I) will stink;(J)
    the mountains will be soaked with their blood.(K)
All the stars in the sky will be dissolved(L)
    and the heavens rolled up(M) like a scroll;
all the starry host will fall(N)
    like withered(O) leaves from the vine,
    like shriveled figs from the fig tree.

My sword(P) has drunk its fill in the heavens;
    see, it descends in judgment on Edom,(Q)
    the people I have totally destroyed.(R)
The sword(S) of the Lord is bathed in blood,
    it is covered with fat—
the blood of lambs and goats,
    fat from the kidneys of rams.
For the Lord has a sacrifice(T) in Bozrah(U)
    and a great slaughter(V) in the land of Edom.
And the wild oxen(W) will fall with them,
    the bull calves and the great bulls.(X)
Their land will be drenched with blood,(Y)
    and the dust will be soaked with fat.

For the Lord has a day(Z) of vengeance,(AA)
    a year of retribution,(AB) to uphold Zion’s cause.
Edom’s streams will be turned into pitch,
    her dust into burning sulfur;(AC)
    her land will become blazing pitch!
10 It will not be quenched(AD) night or day;
    its smoke will rise forever.(AE)
From generation to generation(AF) it will lie desolate;(AG)
    no one will ever pass through it again.
11 The desert owl[b](AH) and screech owl[c] will possess it;
    the great owl[d] and the raven(AI) will nest there.
God will stretch out over Edom(AJ)
    the measuring line of chaos(AK)
    and the plumb line(AL) of desolation.
12 Her nobles will have nothing there to be called a kingdom,
    all her princes(AM) will vanish(AN) away.
13 Thorns(AO) will overrun her citadels,
    nettles and brambles her strongholds.(AP)
She will become a haunt for jackals,(AQ)
    a home for owls.(AR)
14 Desert creatures(AS) will meet with hyenas,(AT)
    and wild goats will bleat to each other;
there the night creatures(AU) will also lie down
    and find for themselves places of rest.
15 The owl will nest there and lay eggs,
    she will hatch them, and care for her young
    under the shadow of her wings;(AV)
there also the falcons(AW) will gather,
    each with its mate.

16 Look in the scroll(AX) of the Lord and read:

None of these will be missing,(AY)
    not one will lack her mate.
For it is his mouth(AZ) that has given the order,(BA)
    and his Spirit will gather them together.
17 He allots their portions;(BB)
    his hand distributes them by measure.
They will possess it forever
    and dwell there from generation to generation.(BC)

Footnotes

  1. Isaiah 34:2 The Hebrew term refers to the irrevocable giving over of things or persons to the Lord, often by totally destroying them; also in verse 5.
  2. Isaiah 34:11 The precise identification of these birds is uncertain.
  3. Isaiah 34:11 The precise identification of these birds is uncertain.
  4. Isaiah 34:11 The precise identification of these birds is uncertain.