Add parallel Print Page Options

46 Þetta birtist Jeremía spámanni sem orð Drottins um þjóðirnar.

Um Egyptaland. Viðvíkjandi her Faraós, Nekós Egyptalandskonungs. Herinn var við Efratfljót, hjá Karkemis, er Nebúkadresar Babelkonungur vann sigur á honum á fjórða ríkisári Jójakíms Jósíasonar, Júdakonungs:

Búið út törgu og skjöld og gangið fram til orustu!

Beitið fyrir hestana og stígið á bak herfákunum og fylkið yður hjálmaðir! Fægið lensurnar! Klæðist pansara!

Hví sé ég þá skelfda hörfa aftur á bak? Og kappar þeirra eru yfirkomnir af ótta og flýja allt hvað af tekur og líta ekki við _ skelfing allt um kring _ segir Drottinn.

Eigi mun hinn frái forða sér né kappinn komast undan. Norður frá, á bökkum Efratfljóts, hrasa þeir og falla.

Hver var það, sem belgdist upp eins og Níl, hvers vötn komu æðandi eins og fljót?

Egyptaland belgdist upp eins og Níl, og vötn þess komu æðandi eins og fljót, og það sagði: "Ég vil stíga upp, þekja landið, eyða borgir og íbúa þeirra.

Komið, hestar, og æðið, vagnar, og kapparnir leggi af stað, Blálendingar og Pút-menn, sem bera skjöld, og Lúdítar, sem benda boga!"

10 En sá dagur er hefndardagur herranum, Drottni allsherjar, að hann hefni sín á mótstöðumönnum sínum. Þá mun sverðið eta og seðjast og drekka sig drukkið af blóði þeirra, því að herrann, Drottinn allsherjar, heldur fórnarhátíð í landinu norður frá, við Efratfljót.

11 Far upp til Gíleað og sæk smyrsl, þú mærin, dóttirin Egyptaland! Til einskis munt þú viðhafa mörg læknislyf, enginn plástur er til handa þér!

12 Þjóðirnar fréttu smán þína, og jörðin er full af harmakveini þínu, því að einn kappinn hrasaði um annan, féllu báðir jafnsaman.

13 Orðið sem Drottinn talaði til Jeremía spámanns, um það að Nebúkadresar Babelkonungur mundi vinna sigur á Egyptalandi.

14 Kunngjörið í Egyptalandi og boðið í Migdól, já boðið í Nóf og Takpanes, segið: Gakk fram og gjör þig vígbúinn, því að sverðið hefir þegar etið umhverfis þig!

15 Hví eru þínir sterku menn að velli lagðir? Þeir fengu eigi staðist, því að Drottinn kollvarpaði þeim.

16 Hann lét marga hrasa, og þeir féllu hver um annan þveran, svo að þeir sögðu: "Á fætur, og hverfum aftur til þjóðar vorrar, til ættlands vors, undan hinu vígfreka sverði!"

17 Þeir munu nefna Faraó, Egyptalandskonung: "Tortíming! _ hann lét hinn hentuga tíma líða hjá."

18 Svo sannarlega sem ég lifi, segir konungurinn, Drottinn allsherjar er nafn hans: Líkur Tabor meðal fjallanna og líkur Karmel við sjóinn mun hann koma.

19 Gjör þér áhöld til brottfarar, þú sem þar býr, dóttirin Egyptaland, því að Nóf mun verða að auðn og hún mun verða brennd og verða mannauð.

20 Egyptaland er mjög fögur kvíga, kleggjar úr norðri koma yfir hana.

21 Jafnvel málaliðið, sem það hefir hjá sér, eins og alikálfa _ já, jafnvel það snýr við, flýr allt saman, fær eigi staðist. Því að glötunardagur þeirra er yfir þá kominn, hegningartími þeirra.

22 Rödd þess er orðin eins og þruskið í höggorminum, sem skríður burt, því með herliði bruna þeir áfram og með öxum ryðjast þeir inn á það, eins og viðarhöggsmenn.

23 Þeir höggva upp skóg þess _ segir Drottinn _ því að um hann verður ekki farið, því að þeir eru fleiri en engisprettur og á þá verður engri tölu komið.

24 Dóttirin Egyptaland varð til skammar, hún var seld á vald þjóð að norðan.

25 Drottinn allsherjar, Ísraels Guð, segir: Sjá, ég vitja Amóns frá Þebu og Faraós og þeirra, sem á hann treysta,

26 og sel þá á vald þeirra, er sækjast eftir lífi þeirra, og á vald Nebúkadresars Babelkonungs og á vald þjóna hans. En eftir það skal það byggt vera, eins og fyrri á dögum _ segir Drottinn.

27 En óttast þú ekki, þjónn minn Jakob, og hræðst þú ekki, Ísrael, því að ég frelsa þig úr fjarlægu landi og niðja þína úr landinu, þar sem þeir eru herleiddir, til þess að Jakob hverfi heim aftur og njóti hvíldar og búi óhultur, án þess nokkur hræði hann.

28 Óttast þú ekki, þjónn minn Jakob _ segir Drottinn _ því að ég er með þér! Því að ég vil gjöreyða öllum þeim þjóðum, er ég hefi rekið þig til, en þér vil ég ekki gjöreyða, heldur vil ég hirta þig í hófi; en ég vil ekki láta þér með öllu óhegnt.

A Message About Egypt

46 This is the word of the Lord that came to Jeremiah the prophet concerning the nations:(A)

Concerning Egypt:(B)

This is the message against the army of Pharaoh Necho(C) king of Egypt, which was defeated at Carchemish(D) on the Euphrates(E) River by Nebuchadnezzar king of Babylon in the fourth year of Jehoiakim(F) son of Josiah king of Judah:

“Prepare your shields,(G) both large and small,
    and march out for battle!
Harness the horses,
    mount the steeds!
Take your positions
    with helmets on!
Polish(H) your spears,
    put on your armor!(I)
What do I see?
    They are terrified,
they are retreating,
    their warriors are defeated.
They flee(J) in haste
    without looking back,
    and there is terror(K) on every side,”
declares the Lord.
“The swift cannot flee(L)
    nor the strong escape.
In the north by the River Euphrates(M)
    they stumble and fall.(N)

“Who is this that rises like the Nile,
    like rivers of surging waters?(O)
Egypt rises like the Nile,(P)
    like rivers of surging waters.
She says, ‘I will rise and cover the earth;
    I will destroy cities and their people.’(Q)
Charge, you horses!
    Drive furiously, you charioteers!(R)
March on, you warriors—men of Cush[a](S) and Put who carry shields,
    men of Lydia(T) who draw the bow.
10 But that day(U) belongs to the Lord, the Lord Almighty—
    a day of vengeance(V), for vengeance on his foes.
The sword will devour(W) till it is satisfied,
    till it has quenched its thirst with blood.(X)
For the Lord, the Lord Almighty, will offer sacrifice(Y)
    in the land of the north by the River Euphrates.(Z)

11 “Go up to Gilead and get balm,(AA)
    Virgin(AB) Daughter Egypt.
But you try many medicines in vain;
    there is no healing(AC) for you.
12 The nations will hear of your shame;
    your cries will fill the earth.
One warrior will stumble over another;
    both will fall(AD) down together.”

13 This is the message the Lord spoke to Jeremiah the prophet about the coming of Nebuchadnezzar king of Babylon(AE) to attack Egypt:(AF)

14 “Announce this in Egypt, and proclaim it in Migdol;
    proclaim it also in Memphis(AG) and Tahpanhes:(AH)
‘Take your positions and get ready,
    for the sword devours(AI) those around you.’
15 Why will your warriors be laid low?
    They cannot stand, for the Lord will push them down.(AJ)
16 They will stumble(AK) repeatedly;
    they will fall(AL) over each other.
They will say, ‘Get up, let us go back
    to our own people(AM) and our native lands,
    away from the sword of the oppressor.’(AN)
17 There they will exclaim,
    ‘Pharaoh king of Egypt is only a loud noise;(AO)
    he has missed his opportunity.(AP)

18 “As surely as I live,” declares the King,(AQ)
    whose name is the Lord Almighty,
“one will come who is like Tabor(AR) among the mountains,
    like Carmel(AS) by the sea.
19 Pack your belongings for exile,(AT)
    you who live in Egypt,
for Memphis(AU) will be laid waste(AV)
    and lie in ruins without inhabitant.

20 “Egypt is a beautiful heifer,
    but a gadfly is coming
    against her from the north.(AW)
21 The mercenaries(AX) in her ranks
    are like fattened calves.(AY)
They too will turn and flee(AZ) together,
    they will not stand their ground,
for the day(BA) of disaster is coming upon them,
    the time(BB) for them to be punished.
22 Egypt will hiss like a fleeing serpent
    as the enemy advances in force;
they will come against her with axes,
    like men who cut down trees.(BC)
23 They will chop down her forest,”
declares the Lord,
    “dense though it be.
They are more numerous than locusts,(BD)
    they cannot be counted.
24 Daughter Egypt will be put to shame,
    given into the hands of the people of the north.(BE)

25 The Lord Almighty, the God of Israel, says: “I am about to bring punishment on Amon god of Thebes,(BF) on Pharaoh,(BG) on Egypt and her gods(BH) and her kings, and on those who rely(BI) on Pharaoh. 26 I will give them into the hands(BJ) of those who want to kill them—Nebuchadnezzar king(BK) of Babylon and his officers. Later, however, Egypt will be inhabited(BL) as in times past,” declares the Lord.

27 “Do not be afraid,(BM) Jacob(BN) my servant;(BO)
    do not be dismayed, Israel.
I will surely save you out of a distant place,
    your descendants from the land of their exile.(BP)
Jacob will again have peace and security,
    and no one will make him afraid.
28 Do not be afraid, Jacob my servant,
    for I am with you,”(BQ) declares the Lord.
“Though I completely destroy(BR) all the nations
    among which I scatter you,
    I will not completely destroy you.
I will discipline you but only in due measure;
    I will not let you go entirely unpunished.”

Footnotes

  1. Jeremiah 46:9 That is, the upper Nile region