Add parallel Print Page Options

16 Orð Drottins kom til mín:

Þú skalt ekki taka þér konu, og þú skalt enga sonu né dætur eignast á þessum stað.

Því að svo segir Drottinn um þá sonu og dætur, sem fæðast á þessum stað, og um mæðurnar, sem börnin ala, og um feðurna, sem geta þau í þessu landi:

Af banvænum sjúkdómum munu þau deyja, menn munu eigi harma þau né jarða, þau munu verða að áburði á akrinum. Fyrir sverði og hungri skulu þau farast, og líkamir þeirra munu verða fuglum himinsins og dýrum jarðarinnar að æti.

Já, svo segir Drottinn: Þú skalt ekki ganga í sorgarhúsið og eigi fara til þess að harma, né heldur sýna þeim hluttekning, því að ég hefi tekið minn frið frá þessum lýð _ segir Drottinn _ náðina og miskunnsemina,

og stórir og smáir skulu deyja í þessu landi. Þeir verða ekki jarðaðir, og ekki munu menn harma þá né þeirra vegna rista á sig skinnsprettur né gjöra sér skalla.

Og ekki munu menn brjóta sorgarbrauð þeirra vegna, til huggunar eftir látinn mann, né láta þá drekka huggunarbikar vegna föður síns og móður sinnar.

Eigi skalt þú heldur ganga í veisluhús, til þess að setjast með þeim til að eta og drekka.

Því að svo segir Drottinn allsherjar, Ísraels Guð: Sjá, ég mun láta öll ánægju- og gleðihljóð, öll fagnaðarlæti brúðguma og brúðar hverfa burt úr þessum stað fyrir augum yðar og á yðar dögum.

10 Þegar þú nú kunngjörir þessum lýð öll þessi orð og menn segja við þig: "Hvers vegna hefir Drottinn hótað oss allri þessari miklu ógæfu, og hver er misgjörð vor og hver er synd vor, sem vér höfum drýgt gegn Drottni, Guði vorum?"

11 þá seg við þá: "Vegna þess að feður yðar yfirgáfu mig _ segir Drottinn _ og eltu aðra guði og þjónuðu þeim og féllu fram fyrir þeim, en mig yfirgáfu þeir og héldu ekki lögmál mitt.

12 Og þér breytið enn verr en feður yðar, þar sem þér farið hver og einn eftir þverúð síns vonda hjarta og hlýðið mér ekki.

13 Fyrir því vil ég varpa yður burt úr þessu landi til þess lands, sem þér hafið ekki þekkt, hvorki þér né feður yðar, og þar skuluð þér þjóna öðrum guðum dag og nótt, þar eð ég sýni yður enga miskunn."

14 Sjá, fyrir því munu þeir dagar koma _ segir Drottinn _ að ekki mun framar sagt verða: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi Ísraelsmenn út af Egyptalandi,"

15 heldur: "Svo sannarlega sem Drottinn lifir, sá er leiddi Ísraelsmenn út úr landinu norður frá og úr öllum þeim löndum, þangað sem hann hafði rekið þá." Og ég mun flytja þá aftur til lands þeirra, sem ég gaf feðrum þeirra.

16 Sjá, ég mun senda út marga fiskimenn _ segir Drottinn _ og þeir munu fiska þá, og eftir það mun ég senda marga veiðimenn, og þeir munu veiða þá á hverju fjalli, á hverri hæð og í bergskorunum.

17 Því að augu mín horfa á alla þeirra vegu, þeir eru ekki huldir fyrir mér og misgjörð þeirra er eigi falin fyrir augum mér.

18 En fyrst vil ég gjalda þeim tvöfalt misgjörð þeirra og synd, af því að þeir hafa vanhelgað land mitt með hræi viðurstyggða sinna og fyllt óðal mitt andstyggðum sínum.

19 Drottinn, styrkur minn, vígi mitt og hæli mitt á neyðardegi, til þín munu þjóðir koma frá endimörkum jarðar og segja: Lygar einar hafa feður vorir hlotið að eign, fánýta guði, og enginn þeirra er að neinu gagni.

20 Getur maðurinn gjört sér guði? Slíkt eru engir guðir!

21 Fyrir því vil ég í þetta sinn kenna þeim. Ég vil láta þá kannast við kraft minn og styrkleika, og þeir skulu viðurkenna, að nafn mitt er Drottinn.

Day of Disaster

16 Then the word of the Lord came to me: “You must not marry(A) and have sons or daughters in this place.” For this is what the Lord says about the sons and daughters born in this land and about the women who are their mothers and the men who are their fathers:(B) “They will die of deadly diseases. They will not be mourned or buried(C) but will be like dung lying on the ground.(D) They will perish by sword and famine,(E) and their dead bodies will become food for the birds and the wild animals.”(F)

For this is what the Lord says: “Do not enter a house where there is a funeral meal; do not go to mourn or show sympathy, because I have withdrawn my blessing, my love and my pity(G) from this people,” declares the Lord. “Both high and low will die in this land.(H) They will not be buried or mourned,(I) and no one will cut(J) themselves or shave(K) their head for the dead. No one will offer food(L) to comfort those who mourn(M) for the dead—not even for a father or a mother—nor will anyone give them a drink to console(N) them.

“And do not enter a house where there is feasting and sit down to eat and drink.(O) For this is what the Lord Almighty, the God of Israel, says: Before your eyes and in your days I will bring an end to the sounds(P) of joy and gladness and to the voices of bride(Q) and bridegroom in this place.(R)

10 “When you tell these people all this and they ask you, ‘Why has the Lord decreed such a great disaster against us? What wrong have we done? What sin have we committed against the Lord our God?’(S) 11 then say to them, ‘It is because your ancestors forsook me,’ declares the Lord, ‘and followed other gods and served and worshiped(T) them. They forsook me and did not keep my law.(U) 12 But you have behaved more wickedly than your ancestors.(V) See how all of you are following the stubbornness of your evil hearts(W) instead of obeying me. 13 So I will throw you out of this land(X) into a land neither you nor your ancestors have known,(Y) and there you will serve other gods(Z) day and night, for I will show you no favor.’(AA)

14 “However, the days are coming,”(AB) declares the Lord, “when it will no longer be said, ‘As surely as the Lord lives, who brought the Israelites up out of Egypt,’(AC) 15 but it will be said, ‘As surely as the Lord lives, who brought the Israelites up out of the land of the north(AD) and out of all the countries where he had banished them.’(AE) For I will restore(AF) them to the land I gave their ancestors.(AG)

16 “But now I will send for many fishermen,” declares the Lord, “and they will catch them.(AH) After that I will send for many hunters, and they will hunt(AI) them down on every mountain and hill and from the crevices of the rocks.(AJ) 17 My eyes are on all their ways; they are not hidden(AK) from me, nor is their sin concealed from my eyes.(AL) 18 I will repay(AM) them double(AN) for their wickedness and their sin, because they have defiled my land(AO) with the lifeless forms of their vile images(AP) and have filled my inheritance with their detestable idols.(AQ)(AR)

19 Lord, my strength and my fortress,
    my refuge(AS) in time of distress,
to you the nations will come(AT)
    from the ends of the earth and say,
“Our ancestors possessed nothing but false gods,(AU)
    worthless idols(AV) that did them no good.(AW)
20 Do people make their own gods?
    Yes, but they are not gods!”(AX)

21 “Therefore I will teach them—
    this time I will teach them
    my power and might.
Then they will know
    that my name(AY) is the Lord.