Add parallel Print Page Options

Orð Drottins, sem kom til Jóels Petúelssonar.

Heyrið þetta, þér öldungar, og hlustið, allir íbúar landsins! Hefir slíkt nokkurn tíma til borið á yðar dögum eða á dögum feðra yðar?

Segið börnum yðar frá því og börn yðar sínum börnum og börn þeirra komandi kynslóð.

Það sem nagarinn leifði, það át átvargurinn, það sem átvargurinn leifði, upp át flysjarinn, og það sem flysjarinn leifði, upp át jarðvargurinn.

Vaknið, þér ofdrykkjumenn, og grátið! Kveinið allir þér, sem vín drekkið, yfir því að vínberjaleginum er kippt burt frá munni yðar.

Því að voldug þjóð og ótöluleg hefir farið yfir land mitt, tennur hennar eru sem ljónstennur og jaxlar hennar sem dýrsins óarga.

Hún hefir eytt víntré mín og brotið fíkjutré mín, hún hefir flegið allan börk af þeim og varpað þeim um koll, greinar þeirra urðu hvítar.

Kveina þú eins og mær, sem klæðist sorgarbúningi vegna unnusta æsku sinnar.

Matfórnir og dreypifórnir eru numdar burt úr húsi Drottins, prestarnir, þjónar Drottins, eru hryggir.

10 Vellirnir eru eyddir, akurlendið drúpir, því að kornið er eytt, vínberjalögurinn hefir brugðist og olían er þornuð.

11 Akurmennirnir eru sneyptir, vínyrkjumennirnir kveina, vegna hveitisins og byggsins, því að útséð er um nokkra uppskeru af akrinum.

12 Vínviðurinn er uppskrælnaður, fíkjutrén fölnuð, granateplatrén, pálmaviðurinn og apaldurinn, öll tré merkurinnar eru uppþornuð, já, öll gleði er horfin frá mannanna börnum.

13 Gyrðist hærusekk og harmið, þér prestar! Kveinið, þér altarisþjónar! Komið, verið á næturnar í hærusekk, þér þjónar Guðs míns, því að matfórn og dreypifórn eru burt numdar úr húsi Guðs yðar.

14 Stofnið til helgrar föstu, boðið hátíðarstefnu. Kallið saman öldungana, alla íbúa landsins í húsi Drottins, Guðs yðar, og hrópið til Drottins.

15 Æ, sá dagur! Því að dagur Drottins er nálægur, og hann kemur sem eyðing frá hinum Almáttka.

16 Hefir ekki fæðan verið hrifin burt fyrir augum vorum og er ekki gleði og fögnuður horfinn úr húsi Guðs vors?

17 Frækornin liggja skorpnuð undir moldarkökkunum, forðabúrin eru eydd, kornhlöðurnar niðurrifnar, því að kornið er uppskrælnað.

18 Ó, hversu skepnurnar stynja, nautahjarðirnar rása ærðar, af því að þær hafa engan haga, sauðahjarðirnar þola og nauð.

19 Til þín, Drottinn, kalla ég, því að eldur hefir eytt hagaspildum eyðimerkurinnar og logi sviðið öll tré merkurinnar.

20 Jafnvel dýr merkurinnar mæna til þín, því að vatnslækirnir eru uppþornaðir og eldur hefir eytt hagaspildum eyðimerkurinnar.

The word of the Lord that came(A) to Joel(B) son of Pethuel.

An Invasion of Locusts

Hear this,(C) you elders;(D)
    listen, all who live in the land.(E)
Has anything like this ever happened in your days
    or in the days of your ancestors?(F)
Tell it to your children,(G)
    and let your children tell it to their children,
    and their children to the next generation.(H)
What the locust(I) swarm has left
    the great locusts have eaten;
what the great locusts have left
    the young locusts have eaten;
what the young locusts have left(J)
    other locusts[a] have eaten.(K)

Wake up, you drunkards, and weep!
    Wail, all you drinkers of wine;(L)
wail because of the new wine,
    for it has been snatched(M) from your lips.
A nation has invaded my land,
    a mighty army without number;(N)
it has the teeth(O) of a lion,
    the fangs of a lioness.
It has laid waste(P) my vines
    and ruined my fig trees.(Q)
It has stripped off their bark
    and thrown it away,
    leaving their branches white.

Mourn like a virgin in sackcloth(R)
    grieving for the betrothed of her youth.
Grain offerings and drink offerings(S)
    are cut off from the house of the Lord.
The priests are in mourning,(T)
    those who minister before the Lord.
10 The fields are ruined,
    the ground is dried up;(U)
the grain is destroyed,
    the new wine(V) is dried up,
    the olive oil fails.(W)

11 Despair, you farmers,(X)
    wail, you vine growers;
grieve for the wheat and the barley,(Y)
    because the harvest of the field is destroyed.(Z)
12 The vine is dried up
    and the fig tree is withered;(AA)
the pomegranate,(AB) the palm and the apple[b] tree—
    all the trees of the field—are dried up.(AC)
Surely the people’s joy
    is withered away.

A Call to Lamentation

13 Put on sackcloth,(AD) you priests, and mourn;
    wail, you who minister(AE) before the altar.
Come, spend the night in sackcloth,
    you who minister before my God;
for the grain offerings and drink offerings(AF)
    are withheld from the house of your God.
14 Declare a holy fast;(AG)
    call a sacred assembly.
Summon the elders
    and all who live in the land(AH)
to the house of the Lord your God,
    and cry out(AI) to the Lord.(AJ)

15 Alas for that(AK) day!
    For the day of the Lord(AL) is near;
    it will come like destruction from the Almighty.[c](AM)

16 Has not the food been cut off(AN)
    before our very eyes—
joy and gladness(AO)
    from the house of our God?(AP)
17 The seeds are shriveled
    beneath the clods.[d](AQ)
The storehouses are in ruins,
    the granaries have been broken down,
    for the grain has dried up.
18 How the cattle moan!
    The herds mill about
because they have no pasture;(AR)
    even the flocks of sheep are suffering.(AS)

19 To you, Lord, I call,(AT)
    for fire(AU) has devoured the pastures(AV) in the wilderness
    and flames have burned up all the trees of the field.
20 Even the wild animals pant for you;(AW)
    the streams of water have dried up(AX)
    and fire has devoured the pastures(AY) in the wilderness.

Footnotes

  1. Joel 1:4 The precise meaning of the four Hebrew words used here for locusts is uncertain.
  2. Joel 1:12 Or possibly apricot
  3. Joel 1:15 Hebrew Shaddai
  4. Joel 1:17 The meaning of the Hebrew for this word is uncertain.