Add parallel Print Page Options

Hvað hefur þá Gyðingurinn fram yfir? Eða hvert er gagn umskurnarinnar?

Mikið á allan hátt. Fyrst er þá það, að þeim hefur verið trúað fyrir orðum Guðs.

Hvað um það, þótt nokkrir hafi reynst ótrúir? Mundi ótrúmennska þeirra að engu gjöra trúfesti Guðs?

Fjarri fer því. Guð skal reynast sannorður, þótt hver maður reyndist lygari, eins og ritað er: "Til þess að þú reynist réttlátur í orðum þínum og vinnir, þegar þú átt mál að verja."

En ef ranglæti vort sannar réttlæti Guðs, hvað eigum vér þá að segja? Hvort mundi Guð vera ranglátur, er hann lætur reiðina yfir dynja? _ Ég tala á mannlegan hátt. _

Fjarri fer því. Hvernig ætti Guð þá að dæma heiminn?

En verði sannleiki Guðs fyrir lygi mína skýrari honum til dýrðar, hvers vegna dæmist ég þá enn sem syndari?

Eigum vér þá ekki að gjöra hið illa, til þess að hið góða komi fram? Sumir bera oss þeim óhróðri að vér kennum þetta. Þeir munu fá verðskuldaðan dóm.

Hvað þá? Höfum vér þá nokkuð fram yfir? Nei, alls ekki. Vér höfum áður gefið bæði Gyðingum og Grikkjum að sök, að þeir væru allir undir synd.

10 Eins og ritað er: Ekki er neinn réttlátur, ekki einn.

11 Ekki er neinn vitur, ekki neinn sem leitar Guðs.

12 Allir eru þeir fallnir frá, allir saman ófærir orðnir. Ekki er neinn sem auðsýnir gæsku, ekki einn einasti.

13 Opin gröf er barki þeirra, með tungum sínum draga þeir á tálar. Höggorma eitur er innan vara þeirra,

14 munnur þeirra er fullur bölvunar og beiskju.

15 Hvatir eru þeir í spori að úthella blóði.

16 Tortíming og eymd er í slóð þeirra,

17 og veg friðarins þekkja þeir ekki.

18 Fyrir augum þeirra er enginn guðsótti.

19 Vér vitum, að allt sem lögmálið segir, það talar það til þeirra sem eru undir lögmálinu, til þess að sérhver munnur þagni og allur heimurinn verði sekur fyrir Guði,

20 með því að enginn lifandi maður réttlætist fyrir honum af lögmálsverkum. En fyrir lögmál kemur þekking syndar.

21 En nú hefur réttlæti Guðs, sem lögmálið og spámennirnir vitna um, verið opinberað án lögmáls.

22 Það er: Réttlæti Guðs fyrir trú á Jesú Krist öllum þeim til handa, sem trúa. Hér er enginn greinarmunur:

23 Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð,

24 og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú.

25 Guð setti hann fram, að hann með blóði sínu væri sáttarfórn þeim sem trúa. Þannig sýndi Guð réttlæti sitt, því að hann hafði í umburðarlyndi sínu umborið hinar áður drýgðu syndir,

26 til þess að auglýsa réttlæti sitt á yfirstandandi tíma, að hann sé sjálfur réttlátur og réttlæti þann, sem trúir á Jesú.

27 Hvar er þá hrósunin? Hún er úti lokuð. Með hvaða lögmáli? Verkanna? Nei, heldur með lögmáli trúar.

28 Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist af trú án lögmálsverka.

29 Eða er Guð einungis Guð Gyðinga? Ekki líka heiðingja? Jú, líka heiðingja;

30 svo sannarlega sem Guð er einn, sem mun réttlæta umskorna menn af trú og óumskorna fyrir trúna.

31 Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því. Vér staðfestum lögmálið.

God’s Faithfulness

What advantage, then, is there in being a Jew, or what value is there in circumcision? Much in every way!(A) First of all, the Jews have been entrusted with the very words of God.(B)

What if some were unfaithful?(C) Will their unfaithfulness nullify God’s faithfulness?(D) Not at all! Let God be true,(E) and every human being a liar.(F) As it is written:

“So that you may be proved right when you speak
    and prevail when you judge.”[a](G)

But if our unrighteousness brings out God’s righteousness more clearly,(H) what shall we say? That God is unjust in bringing his wrath on us? (I am using a human argument.)(I) Certainly not! If that were so, how could God judge the world?(J) Someone might argue, “If my falsehood enhances God’s truthfulness and so increases his glory,(K) why am I still condemned as a sinner?”(L) Why not say—as some slanderously claim that we say—“Let us do evil that good may result”?(M) Their condemnation is just!

No One Is Righteous

What shall we conclude then? Do we have any advantage?(N) Not at all! For we have already made the charge that Jews and Gentiles alike are all under the power of sin.(O) 10 As it is written:

“There is no one righteous, not even one;
11     there is no one who understands;
    there is no one who seeks God.
12 All have turned away,
    they have together become worthless;
there is no one who does good,
    not even one.”[b](P)
13 “Their throats are open graves;
    their tongues practice deceit.”[c](Q)
“The poison of vipers is on their lips.”[d](R)
14     “Their mouths are full of cursing and bitterness.”[e](S)
15 “Their feet are swift to shed blood;
16     ruin and misery mark their ways,
17 and the way of peace they do not know.”[f](T)
18     “There is no fear of God before their eyes.”[g](U)

19 Now we know that whatever the law says,(V) it says to those who are under the law,(W) so that every mouth may be silenced(X) and the whole world held accountable to God.(Y) 20 Therefore no one will be declared righteous in God’s sight by the works of the law;(Z) rather, through the law we become conscious of our sin.(AA)

Righteousness Through Faith

21 But now apart from the law the righteousness of God(AB) has been made known, to which the Law and the Prophets testify.(AC) 22 This righteousness(AD) is given through faith(AE) in[h] Jesus Christ(AF) to all who believe.(AG) There is no difference between Jew and Gentile,(AH) 23 for all have sinned(AI) and fall short of the glory of God, 24 and all are justified(AJ) freely by his grace(AK) through the redemption(AL) that came by Christ Jesus. 25 God presented Christ as a sacrifice of atonement,[i](AM) through the shedding of his blood(AN)—to be received by faith. He did this to demonstrate his righteousness, because in his forbearance he had left the sins committed beforehand unpunished(AO) 26 he did it to demonstrate his righteousness at the present time, so as to be just and the one who justifies those who have faith in Jesus.

27 Where, then, is boasting?(AP) It is excluded. Because of what law? The law that requires works? No, because of the law that requires faith. 28 For we maintain that a person is justified by faith apart from the works of the law.(AQ) 29 Or is God the God of Jews only? Is he not the God of Gentiles too? Yes, of Gentiles too,(AR) 30 since there is only one God, who will justify the circumcised by faith and the uncircumcised through that same faith.(AS) 31 Do we, then, nullify the law by this faith? Not at all! Rather, we uphold the law.

Footnotes

  1. Romans 3:4 Psalm 51:4
  2. Romans 3:12 Psalms 14:1-3; 53:1-3; Eccles. 7:20
  3. Romans 3:13 Psalm 5:9
  4. Romans 3:13 Psalm 140:3
  5. Romans 3:14 Psalm 10:7 (see Septuagint)
  6. Romans 3:17 Isaiah 59:7,8
  7. Romans 3:18 Psalm 36:1
  8. Romans 3:22 Or through the faithfulness of
  9. Romans 3:25 The Greek for sacrifice of atonement refers to the atonement cover on the ark of the covenant (see Lev. 16:15,16).