Add parallel Print Page Options

11 Drottinn talaði við Móse og Aron og sagði við þá:

"Talið til Ísraelsmanna og segið: Þessi eru þau dýr, er þér megið eta af öllum ferfættum dýrum, sem eru á jörðinni:

Öll ferfætt dýr, sem hafa klaufir, og þær alklofnar, og jórtra, megið þér eta.

Af þeim, sem jórtra og klaufir hafa, megið þér þó ekki þessi eta: Úlfaldann, því að hann jórtrar að sönnu, en er eigi klaufhæfður; hann sé yður óhreinn;

stökkhérann, því að hann jórtrar að sönnu, en hefir eigi klaufir; hann sé yður óhreinn;

hérann, því að hann jórtrar að sönnu, en hefir eigi klaufir; hann sé yður óhreinn;

og svínið, því að það hefir að sönnu klaufir, og þær alklofnar, en jórtrar ekki; það sé yður óhreint.

Kjöt þeirra skuluð þér ekki eta, og hræ þeirra skuluð þér ekki snerta. Þau skulu vera yður óhrein.

Af lagardýrum megið þér eta þessi: Öll lagardýr, sem hafa sundugga og hreistur, hvort heldur er í sjó eða ám, megið þér eta.

10 En af öllu því, sem kvikt er í vötnunum, og af öllum lifandi skepnum, sem eru í vötnunum, séu öll þau dýr í sjó eða ám, sem eigi hafa sundugga og hreistur, yður viðurstyggð.

11 Viðurstyggð skulu þau vera yður. Ekki skuluð þér eta kjöt þeirra, og við hræjum þeirra skal yður stugga.

12 Öll lagardýr, sem ekki hafa sundugga og hreistur, skulu vera yður viðurstyggð.

13 Af fuglunum skal yður stugga við þessum, _ þér skuluð eigi eta þá, þeir eru viðurstyggð _: örninn, skegg-gammurinn og gammurinn,

14 gleðan og valakynið,

15 allt hrafnakynið,

16 strúturinn, svalan, mávurinn og haukakynið,

17 uglan, súlan og náttuglan,

18 hornuglan, pelíkaninn og hrægammurinn,

19 storkurinn og lóukynið, herfuglinn og leðurblakan.

20 Öll fleyg skriðkvikindi ferfætt séu yður viðurstyggð.

21 Af öllum fleygum skriðkvikindum ferfættum megið þér þau ein eta, er hafa leggi upp af afturfótunum til þess að stökkva með um jörðina.

22 Af þeim megið þér eta þessi: arbe-engisprettur, sólam-engisprettur, hargól-engisprettur og hagab-engisprettur.

23 En öll önnur fleyg skriðkvikindi ferfætt séu yður viðurstyggð.

24 Af þessum dýrum verðið þér óhreinir. Hver sem snertir hræ þeirra, verður óhreinn til kvelds.

25 En hver sá, sem ber hræ þeirra, hann skal þvo klæði sín og er óhreinn til kvelds.

26 Hvert það ferfætt dýr, sem hefir klaufir, þó eigi alklofnar, og eigi jórtrar, sé yður óhreint. Hver sem þau snertir verður óhreinn.

27 Og öll þau, sem ganga á hrömmum sínum, meðal allra dýra ferfættra, séu yður óhrein. Hver sem snertir hræ þeirra, er óhreinn til kvelds.

28 Og sá, sem ber hræ þeirra, skal þvo klæði sín og er óhreinn til kvelds. Þau skulu vera yður óhrein.

29 Þessi skulu vera yður óhrein á meðal skriðkvikindanna, sem skríða á jörðinni: hreysivislan, músin og eðlukynið,

30 skrækeðlan, kóah-eðlan, leta-eðlan, salamandran og kamelljónið.

31 Þessi skulu vera yður óhrein meðal allra skriðkvikindanna. Hver sem snertir þau, þegar þau eru dauð, verður óhreinn til kvelds.

32 Sérhvað það, er eitthvert af þeim fellur ofan á, þegar þau eru dauð, verður óhreint, hvort heldur er tréílát, klæði, skinn eða sekkur; öll þau áhöld, sem til einhvers eru notuð. Skal það í vatn leggja og er óhreint til kvelds, þá er það hreint.

33 Falli eitthvert af þeim ofan í leirker, þá verður allt, sem í því er, óhreint, og kerið skuluð þér brjóta.

34 Allur matur, sem etinn er og vatn er látið í, verður óhreinn, og allur drykkur, sem drukkinn er, verður óhreinn, í hvaða keri sem hann er.

35 Og sérhvað það, sem hræ þeirra fellur á, verður óhreint. Hvort heldur er ofn eða eldstó, skal það rifið niður. Það er óhreint, og óhreint skal það yður vera.

36 Lindir einar og brunnar, það er vatnsstæður, skulu hreinar vera, en sá, sem hræin snertir, verður óhreinn.

37 En þó að eitthvað af hræjunum falli á útsæði, sem á að sá, þá er það hreint.

38 En ef vatn er látið á sæðið og eitthvað af hræjunum fellur ofan í það, þá sé það yður óhreint.

39 Þegar einhver af þeim skepnum deyr, sem yður eru til fæðu, þá skal sá, er snertir dauðan skrokkinn, vera óhreinn til kvelds.

40 Og sá, sem etur af skrokknum, skal þvo klæði sín og er óhreinn til kvelds. Og sá, sem ber skrokkinn, skal þvo klæði sín og er óhreinn til kvelds.

41 Öll skriðkvikindi, sem skríða á jörðinni, skulu vera yður viðurstyggð. Eigi skal þau eta.

42 Öll þau, er skríða á kviðnum, og öll þau, er ganga á fjórum fótum, svo og allar margfætlur meðal allra skriðkvikinda, er skríða á jörðinni, þau skuluð þér eigi eta, því að þau eru viðurstyggð.

43 Látið eigi nokkurt skriðkvikindi gjöra yður sjálfa viðurstyggilega, og saurgið yður ekki á þeim, svo að þér verðið óhreinir af þeim.

44 Því að ég er Drottinn, Guð yðar. Og helgist og verið heilagir, því að ég er heilagur. Og þér skuluð ekki saurga sjálfa yður á nokkru því skriðkvikindi, sem skríður á jörðinni.

45 Því að ég er Drottinn, sem leiddi yður út af Egyptalandi til þess að vera yðar Guð. Þér skuluð vera heilagir, því að ég er heilagur."

46 Þessi eru ákvæðin um ferfættu dýrin, fuglana og allar lifandi skepnur, sem hrærast í vötnunum, og um allar lifandi skepnur, sem jörðin er kvik af,

47 svo að menn viti grein óhreinna og hreinna dýra, svo og ætra dýra og óætra.

Clean and Unclean Food(A)

11 The Lord said to Moses and Aaron, “Say to the Israelites: ‘Of all the animals that live on land, these are the ones you may eat:(B) You may eat any animal that has a divided hoof and that chews the cud.

“‘There are some that only chew the cud or only have a divided hoof, but you must not eat them.(C) The camel, though it chews the cud, does not have a divided hoof; it is ceremonially unclean for you. The hyrax, though it chews the cud, does not have a divided hoof; it is unclean for you. The rabbit, though it chews the cud, does not have a divided hoof; it is unclean for you. And the pig,(D) though it has a divided hoof, does not chew the cud; it is unclean for you. You must not eat their meat or touch their carcasses; they are unclean for you.(E)

“‘Of all the creatures living in the water of the seas and the streams you may eat any that have fins and scales. 10 But all creatures in the seas or streams that do not have fins and scales—whether among all the swarming things or among all the other living creatures in the water—you are to regard as unclean.(F) 11 And since you are to regard them as unclean, you must not eat their meat; you must regard their carcasses as unclean.(G) 12 Anything living in the water that does not have fins and scales is to be regarded as unclean by you.(H)

13 “‘These are the birds you are to regard as unclean and not eat because they are unclean: the eagle,[a] the vulture, the black vulture, 14 the red kite, any kind(I) of black kite, 15 any kind of raven,(J) 16 the horned owl, the screech owl, the gull, any kind of hawk, 17 the little owl, the cormorant, the great owl, 18 the white owl,(K) the desert owl, the osprey, 19 the stork,(L) any kind(M) of heron, the hoopoe and the bat.(N)

20 “‘All flying insects that walk on all fours are to be regarded as unclean by you.(O) 21 There are, however, some flying insects that walk on all fours that you may eat: those that have jointed legs for hopping on the ground. 22 Of these you may eat any kind of locust,(P) katydid, cricket or grasshopper. 23 But all other flying insects that have four legs you are to regard as unclean.

24 “‘You will make yourselves unclean by these;(Q) whoever touches their carcasses will be unclean till evening.(R) 25 Whoever picks up one of their carcasses must wash their clothes,(S) and they will be unclean till evening.(T)

26 “‘Every animal that does not have a divided hoof or that does not chew the cud is unclean for you; whoever touches the carcass of any of them will be unclean. 27 Of all the animals that walk on all fours, those that walk on their paws are unclean for you; whoever touches their carcasses will be unclean till evening. 28 Anyone who picks up their carcasses must wash their clothes, and they will be unclean till evening.(U) These animals are unclean for you.

29 “‘Of the animals that move along the ground, these are unclean for you:(V) the weasel, the rat,(W) any kind of great lizard, 30 the gecko, the monitor lizard, the wall lizard, the skink and the chameleon. 31 Of all those that move along the ground, these are unclean for you. Whoever touches them when they are dead will be unclean till evening. 32 When one of them dies and falls on something, that article, whatever its use, will be unclean, whether it is made of wood, cloth, hide or sackcloth.(X) Put it in water; it will be unclean till evening, and then it will be clean. 33 If one of them falls into a clay pot, everything in it will be unclean, and you must break the pot.(Y) 34 Any food you are allowed to eat that has come into contact with water from any such pot is unclean, and any liquid that is drunk from such a pot is unclean. 35 Anything that one of their carcasses falls on becomes unclean; an oven or cooking pot must be broken up. They are unclean, and you are to regard them as unclean. 36 A spring, however, or a cistern for collecting water remains clean, but anyone who touches one of these carcasses is unclean. 37 If a carcass falls on any seeds that are to be planted, they remain clean. 38 But if water has been put on the seed and a carcass falls on it, it is unclean for you.

39 “‘If an animal that you are allowed to eat dies,(Z) anyone who touches its carcass(AA) will be unclean till evening. 40 Anyone who eats some of its carcass(AB) must wash their clothes, and they will be unclean till evening.(AC) Anyone who picks up the carcass must wash their clothes, and they will be unclean till evening.

41 “‘Every creature that moves along the ground is to be regarded as unclean; it is not to be eaten. 42 You are not to eat any creature that moves along the ground, whether it moves on its belly or walks on all fours or on many feet; it is unclean. 43 Do not defile yourselves by any of these creatures.(AD) Do not make yourselves unclean by means of them or be made unclean by them. 44 I am the Lord your God;(AE) consecrate yourselves(AF) and be holy,(AG) because I am holy.(AH) Do not make yourselves unclean by any creature that moves along the ground.(AI) 45 I am the Lord, who brought you up out of Egypt(AJ) to be your God;(AK) therefore be holy, because I am holy.(AL)

46 “‘These are the regulations concerning animals, birds, every living thing that moves about in the water and every creature that moves along the ground. 47 You must distinguish between the unclean and the clean, between living creatures that may be eaten and those that may not be eaten.(AM)’”

Footnotes

  1. Leviticus 11:13 The precise identification of some of the birds, insects and animals in this chapter is uncertain.